Þjónustuskilmálar

Rafbækur

Kaup á rafbók eru endanleg um leið og greitt hefur verið fyrir vöruna. Því er hvorki hægt að skila henni né fá hana endurgreidda.

Verð á vefsíðunni eru birt með fyrirvara um innsláttar- og/eða prentvillur.

Póstlistar 

Ef viðskiptavinur skráir sig á póstlista Bókasölunnar mun fyrirtækið vinna með upplýsingar um netfang viðskiptavinar og eftir atvikum aðrar upplýsingar sem viðskiptavinur lætur fyrirtækinu í té. Sú vinnsla byggir á samþykki viðskiptavinar. Viðskiptavinur getur afskráð sig af póstlista hvenær sem er.  

Trúnaður  

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Engar upplýsingar eru afhentar þriðja aðila nema þær sem eru nauðsynlegar svo sem til að koma vörunni til skila eða ef lög mæla fyrir um annað. 

Vafrakökur 

Vefsíða Bókasölunnar notar vafrakökur á vefsvæðinu til að tryggja sem bestu mögulegu upplifun af síðunni fyrir notendur. Vafrakökur eru notaðar í ýmsum tilgangi m.a. til að bæta virkni vefsvæða, til að halda utan um tölfræði um notkun vefsvæðis og til greiningar. 

Öryggi upplýsinga 

Bókasalan notar WordPress vefverslunarkerfi fyrir netverslun sína. Greiðslukortaviðskipti eru PCI DSS vottuð til að tryggja öryggi viðskipta með greiðslukort. 

Lög og varnarþing

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness.

Um fyrirtækið 

Bókasalan ehf.

Kt. 7107241050

Hraungata 21, 210 Garðabær

bokasalan@bokasalan.is

0
    0
    Karfan þín
    Karfan þín er tómAftur í búð